149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

um fundarstjórn.

[15:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hér til að taka undir orð hv. þm. Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar, um að málið sé fullrætt. Við í Samfylkingunni höfum fylgst með umræðunni í gegnum okkar fulltrúa, hv. þm. Guðjón Brjánsson. Við höfum rætt 4. gr. aftur á bak og áfram og fengið til okkar gesti í þingflokkinn til að fara yfir málið.

Málið er fullrætt.

Ég vil líka taka undir með hv. þingkonu sem talaði hér síðast um að við höfum beðið nógu lengi eftir réttlætinu.