149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:13]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi svör. Ég ætla líka að segja: Það eru undantekningartilfellin. Hún hefur greinilega engin svör við því vegna þess að þær upplýsingar liggja ekki fyrir. Það eru bara læknisfræðilegar upplýsingar um að 41 af 1.040 voru af læknisfræðilegum ástæðum. Upplýsingar um annað liggja ekki fyrir, þ.e. af hvaða ástæðum hin þungunarrofin og/eða fóstureyðingarnar fóru fram.

Svo er fullyrt að það hafi margítrekað verið farið yfir þessar 20 vikur á fundum velferðarnefndar. Ég er hér með punktana mína. Ég sé 12 vikur, 16 vikur og ég sé einum stað nefndar 20 vikur. Það kemur nú ekki fram hvers vegna það er. Það kemur miklu meira fram um 16 vikur og 12 vikur.

Þannig að ég vísa því bara á bug að þetta hafi verið margrætt. Mér finnst mjög skrýtið að viðkomandi hv. þingmaður, sem er ekki einu sinni í velferðarnefnd, komi upp og segi hvað hafi verið margrætt í velferðarnefnd. Ég vil spyrja hana hvort hún hafi verið á þessum fundum.