149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:42]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill benda á að það svigrúm sem hann heimilaði áðan, um vel rúman ræðutíma, til þess að hlutirnir gætu komist betur til skila fyrst þessi umræða er hvort sem er löng, virðist ekki vera samkvæmt lögum um þingsköp og biður forseti aðra þingmenn afsökunar á því. Það hefði þurft að gerast áður en umræðan hófst, ef einhverju slíku ætti að vera til að dreifa. Ljóst er að það er bara 95. gr. sem gildir og forseti neyðist þar af leiðandi til að hamra á bjölluna eins og hefð og venja er. Að sjálfsögðu er ekki við þingmanninn að sakast. Forseti biðst afsökunar.