149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:50]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Samrunakenning hv. þingmanns kveikti hjá mér ýmsar hugsanir. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að bæta aðeins við þessa kenningu, en þar sem ég hef ekki tíma til þess í þessu stutta andsvari ætla ég að nota tækifærið til að nefna skoðanakönnun. Hv. þingmaður hefur vísað í skoðanakannanir á vilja almennings á Íslandi varðandi þriðja orkupakkamálið.

Nú koma niðurstöður þessara kosninga í Bretlandi ekki í kvöld. Það verður beðið helgarinnar, niðurstöðum haldið leyndum þangað til hægt verður tilkynna niðurstöðu í öllum Evrópuríkjum. Hins vegar hefur birst skoðanakönnun sem sýnir að breski Íhaldsflokkurinn sé með 7% fylgi og Verkamannaflokkurinn um 13%. Brexit-flokkurinn svokallaði er með 37, aðrir flokkar sem almennt voru taldir smáflokkar eins og Frjálslyndi flokkurinn með 19, Græningjar 12. Hvað segja svona tölur hv. þingmanni um pólitísku þróunina?