149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[06:30]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Bara svo að ég skilji þingmanninn rétt, löglærðan: Er það skynjun hv. þm. Karls Gauta Hjaltasonar að við séum, eftir alla þá umræðu sem hér hefur farið fram, mögulega að komast að þeirri niðurstöðu að raunverulegur fyrirvari sem hald er í sé ekki til staðar, því að bent hefur verið á fjóra til fimm fyrirvara af stuðningsmönnum innleiðingarinnar? Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins kom í viðtal, að mig minnir á þriðjudagsmorgun sl. og benti þá í enn aðra átt en þingmenn höfðu gert daginn áður. Er niðurstaðan kannski að verða sú að ekki er hald í neinu af þessu og þá ekki forsvaranlegt annað (Forseti hringir.) en að taka málið til baka, fresta því og vinna betur fram á haustið?