149. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:08]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (ber af sér sakir):

Frú forseti. Mér er ljúft að taka við tilmælum frá forseta en þessi voru gjörsamlega yfir markið. Hér er vitnað til orða manna sem ekki eru hér daginn út og daginn inn. Engum af þessum fyrrverandi ráðherrum og/eða fyrrverandi hv. þingmönnum hefur verið gerður neinn ósómi með því að vitna til ummæla þeirra í þessari umræðu. Ég frábið mér tiltal af þessu tagi sem er gjörsamlega óþarft, úr takti og ómaklegt. Ég ætlast til þess að hæstv. forseti láti af þessu vegna þess að þetta er óþarfi, gjörsamlega án ástæðu og ég frábið mér þetta.