149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[15:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er tekið upp lauslega skylt mál. Ég get ekki svarað fyrir það hér hvort leitað verður leyfis til að fara með málið fyrir Hæstarétt eða ekki, en í það minnsta er alveg skýrt að ef fellur á ríkissjóð nokkurra milljarða skuldbinding vegna laga sem ekki standast skoðun þá rís ríkissjóður alveg undir því og verður ekki í vandræðum með að gera upp þær kröfur. Það er alveg ljóst að í stefnunni sem við erum að ræða og fjármálaáætluninni sem liggur fyrir þinginu er svigrúm til að leysa úr slíkum ágreiningsmálum.