149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kjararáð.

413. mál
[10:35]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að fást við snúið mál, þ.e. hvernig leysa eigi úr málum eftir að kjararáð var lagt niður. Menn hafa reynt að nálgast það á sem uppbyggilegastan hátt en það hefur runnið upp fyrir mér að líklega er hægt að nota tækifærið og gera betur í því. Ég legg því til að málið fari til nefndar milli umræðna. Það sem ég á ekki hvað síst við er að tækifæri gefast til að skoða hluti eins og þann mikla mun sem er á launum ráðherra og þingmanna. Ég tel að ef tækifærið yrði notað nú til að draga úr þeim mikla mun gæti það til að mynda haft þau áhrif að einhverjir flokkar yrðu síður reiðubúnir til að fórna pólitískum stefnumálum sínum til að ná sér í nokkra ráðherrastóla.