149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[15:50]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mér finnst gagnlegt að koma hingað upp og skýra hvað mér býr í brjósti. Ég ætla að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um þetta frumvarp þar sem mér finnst mörgum spurningum ósvarað. Ég vísa til umsagna Jafnréttisstofu og heilbrigðisstarfsfólks vegna þessa. Ég mun hins vegar styðja breytingartillögur minni hlutans í allsherjar- og menntamálanefnd því að ég tel þær vera til bóta.