149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

kosning eins aðalmanns í stað Ragnhildar Helgadóttur og eins varamanns í stað Ingibjargar Pálmadóttur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

[13:37]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Mér hefur borist einn listi; aðalmaður Ragnhildur Helgadóttir, varamaður Sigríður Þorgeirsdóttir. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég áðurtalda einstaklinga réttkjörna í dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara.

Enn fremur gerir forseti þá tillögu að Sigríður Þorgeirsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, verði þegar á þessum fundi kosin tímabundið aðalmaður í nefndina vegna vanhæfis aðal- og varamanns til að fjalla um dómarastöður við Héraðsdóm Reykjaness og Landsrétt sem eru til umfjöllunar í nefndinni núna, fram til þess að kosning hennar sem varanlegs varamanns tekur gildi 21. júlí 2019.

Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir lýsi ég Sigríði Þorgeirsdóttur réttkjörna tímabundið sem aðalmann í nefndina.