150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:11]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir andsvarið. Hann sagðist vera ringlaður. Við erum að tala um afglæpavæðingu neysluskammta, er það ekki, í því máli sem Píratar voru að flytja? Þess vegna sagði ég áðan að þá yrðu aðrir skammtar eða meira magn ólöglegt. Munu þá ekki bara kaupmenn undirheimanna setja efnin í „neysluskammta“ og mæta þessum tálma þannig? Eins nefndi ég aukningu efna sem eru í gangi. Sum þeirra deyða með einum skammti. Þingmaðurinn talaði líka um að það yrðu ekki allir háðir. Það er mikið rétt. Það er svona nokkurn veginn þumalputtaregla að um 20% þeirra sem fikta verða fíklar. Alla vega er það þannig í áfenginu og ég held að það sé þannig líka í öðrum fíkniefnum. Þeir sem eru farnir að sprauta sig eru nú flestir orðnir háðir.

Ég vona að þetta afrugli eða afringli þingmanninn en ég er ekki viss.