150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:32]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Forseti vill benda hv. þingmönnum á að ekki náðist samkomulag um annað fyrirkomulag og þetta er reyndin. Menn mega auðvitað vera skemmtilegir og hafa líflegar umræður, það er ekkert nema gott um það að segja. Forseta sjálfum finnst allt mjög skemmtilegt síðan hann var hér í vor, næturlangt. Ég bið bara um að hv. þingmenn nýti tíma sinn vel. Það er ekki skylda að nýta hann allan en það má.