150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:10]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti telur að hv. þingmaður hafi algerlega misskilið orð hans. Það lá ekkert slíkt í mínum orðum eða sem mér fannst gefa tilefni til þess að túlka það svo. Ég var eingöngu að benda á þann praktíska veruleika sem við stöndum frammi fyrir, að við þurfum einhvern veginn að reyna að koma þessu fyrir innan dagskrár á morgun eins og við best getum og tímasetningar skipta þar máli. Það var það sem forseti hafði í huga að fara yfir með formönnum þingflokka.