150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:26]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Geðræn vandamál, einkum ungs fólks og einkum vegna fíkniefnaneyslu, eru mikið vandamál. Nýlega var hér sérstök umræða um þetta mál þar sem fram kom vilji hjá öllum sem til máls tóku til að lagfæra eins og við gætum gert mögulega. Við vitum að staðan er verst á móttökugeðdeild og fíkni- og bráðageðdeild og að geðdeild Landspítalans er að öðru leyti komin að sársaukamörkum vegna fækkunar legurýma. Við Miðflokksfólk leggjum þess vegna til að breyting verði gerð við fjárlagafrumvarpið og 100 milljónir settar aukalega í geðsvið Landspítalans. Ég ítreka að eftir þessa góðu umræðu sem hér varð um daginn og góðar undirtektir og góðan vilja trúi ég því að hér verði allir litir grænir.

(Forseti (SJS): Menn geta svo sem skipt um skoðun enn þá ef þeir vilja.) (Gripið fram í.)