150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:36]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Eins og kunnugt er glíma heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni við margþættan vanda. Helstu vandamálin felast m.a. í því hve illa heilbrigðisstofnunum gengur að ráða til sín lækna með fasta búsetu á staðnum og í miklu vaktaálagi sem leiðir af sér mikinn frítökurétt. Þessu fylgir mikill kostnaður og ríkisvaldið verður að taka tillit til þess í fjárveitingum í þennan mikilvæga málaflokk. Miðflokkurinn leggur hér fram breytingartillögu við frumvarpið þess efnis að 250 millj. kr. verði settar til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni til að mæta brýnasta vandanum og ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir góðum stuðningi við hana.