150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langar bara að spyrja þá þingmenn sem ætla að greiða atkvæði með því að farið sé á svig við lög um opinber fjármál við þessa afgreiðslu, og ef meiri hluti Alþingis greiðir atkvæði með því að gera það svoleiðis, að frumkvæði meiri hluta fjárlaganefndar og að frumkvæði ráðherra: Hvaða skilaboð sendir það út í samfélagið? Ef fjármálaráðherra, meiri hluti fjárlaganefndar og meiri hluti Alþingis ákveður að fylgja ekki lögum sendir það skilaboð út í samfélagið. Hvernig líður almenningi með að fylgja lögum? Þið eruð að grafa undan lögum og reglu í landinu. Þið vitið það, sitjið með það í maganum. Hugsið ykkar gang. Þetta gengur ekki svona.