150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

436. mál
[19:35]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Með þessu frumvarpi er ekki verið að færa til á milli Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda nema í einu tilfelli þar sem fært er frá Umhverfisstofnun til heilbrigðisnefndar, ef ég man þetta rétt. Vegna orða hv. þingmanns um frumvarpið og orðalag þess vill sá sem hér stendur taka undir með að stundum væri ágætt að hafa texta með aðgreindum þeim breytingum sem bornar eru fram, alla vega í nefndarstarfinu.