150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[20:52]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að taka utan um okkar minnstu bræður og systur með þessari þingsályktunartillögu sem er sett í fangið á hæstv. félags- og barnamálaráðherra. Við erum að tala um 300.000 kr. skatta- og skerðingarlaust. Við erum að tala um að frumvarpið verði smíðað af félags- og barnamálaráðherra. Hann getur þá væntanlega fundið út hvernig hann ætlar að finna peninga og forgangsraða fjármunum fyrir þá sem eiga ekki fyrir salti í grautinn. Þetta er búið að ganga í mörg ár. Í mörg ár er búið að kalla eftir þessari lágmarksframfærslu. Þetta er einungis eitt mál af fimm málum í velferðarpakka Flokks fólksins þannig að allt sem lýtur að því að tala um einhverja mismunun, brot á jafnræði eða ég veit ekki hvað er úr lausu lofti gripið. Við erum eingöngu núna að reyna að brúa þá kjaragliðnun sem fátækasta fólk Íslands hefur orðið fyrir síðustu tíu árin, tæplega (Forseti hringir.) 30% kjaragliðnun.