150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[11:31]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú er þetta frumvarp eitt af því sem sprettur úr lífskjarasamningum síðasta vors. Verkalýðsfélögin sem skiluðu inn umsögnum, töluðu öll í aðra átt en fjóra, fjóra, fjóra. Þau töluðu frekar fyrir því að tólf mánuðum yrði skipt jafnt, sex, sex. Þannig að sú tillaga sem meiri hluti velferðarnefndar leggur til gengur ekki einungis gegn þeirri tillögu sem ráðherrann stendur fyrir heldur þeim vilja sem er hjá aðilum vinnumarkaðarins í þessu máli sem þó eiga að vera þeir aðilar sem hér er verið að hugsa um.

Þingmaðurinn segir að það hafi verið valin sú leið að skilgreina ekki skiptinguna heldur skilja eftir fyrir framtíðina. Það er nú bara þannig að hún er skilgreind hér í bráðabirgðaákvæði. Ef ráðherra skilar ekki inn frumvarpi verður skiptingin fjórir, fjórir, fjórir. Skiptingin þurfti ígrundun samkvæmt nefndaráliti meiri hluta velferðarnefndar. Er það ígrundun (Forseti hringir.) að breyta grundvallarréttindum fólks með bráðabirgðaákvæði á hálfs dags gömlu skjali? Er það, þingmaður?