150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

7. mál
[15:15]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Ég var einn í gær en ég er ekki aleinn núna. Ég ætla að gera grein fyrir því af hverju ég er ekki með þessu máli. Ég er almennt á móti því að greiða atkvæði með tilgangslausum og óþörfum tillögum sem gjarnan hafa bara kostnað í för með sér. Eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu er geysilega mikið í dag. Það er innra eftirlit, það er ráðherra, ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari og við höfum ekkert við þetta að gera, ekkert frekar en í gær þegar menn samþykktu hér allir nema ég að fara í rannsóknir á þunglyndi aldraðra sem er búið að rannsaka í drep, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Það er til gagnagrunnur um þetta og menn vita nákvæmlega hvernig þetta er og hvað þarf að gera en við leggjum í einhvern kostað með níu manna nefnd til (Forseti hringir.) að rannsaka það. Ég nenni ekki að taka þátt í þessu.