150. löggjafarþing — 48. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[17:55]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki lengja umræðuna. Það hefði verið óskandi að velferðarnefnd hefði einfaldlega kallað málið inn og fjallað um það. Ég hygg að níu af tíu umsögnum til nefndarinnar um málið hafi stutt fimm plús fimm plús tveir skiptinguna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa með skýrum hætti stutt fimm plús fimm plús tveir skiptinguna og það kemur mér mjög á óvart, í ljósi þess að við sjálf studdum í gær fimm plús fimm plús tveir skiptinguna, að við séum í einhverjum vandræðum með að klára þetta mál. Mér þykir bara svo vandræðalegt að horfa upp á það að þingið geti ekki stutt við eigin þingsályktun tæpum sólarhring eftir að það samþykkti hana.