150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

málefni innflytjenda.

457. mál
[14:36]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara segja það aftur að þetta er ekki formlega til skoðunar í ráðuneytinu eins og ég sagði áðan. Þó að heimild sé fyrir því að veita bráðabirgðaatvinnuleyfi eru ákveðin skilyrði sem viðkomandi einstaklingur þarf að uppfylla til að fá bráðabirgðaatvinnuleyfi. Ekki er í gangi formleg skoðun á að breyta því að svo stöddu en sjálfsagt að skoða hvort ástæða sé til að gera það. Við tökum þessar ábendingar frá hv. þingmanni með okkur inn í ráðuneytið, en eins og ég segi höfum við horft til þeirrar vinnu sem er í gangi og er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið er þar inni, m.a. vegna atvinnuleyfahlutans og vegna samræmdu móttökunnar. Við höfum horft til þeirrar vinnu, svo að ég sé hreinskilinn hvað það snertir, en það er alveg sjálfsagt að taka skoðun á málinu til hliðar við það.