150. löggjafarþing — 55. fundur,  30. jan. 2020.

fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum.

147. mál
[13:20]
Horfa

Flm. (Njörður Sigurðsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Eins og ég kom inn á í minni framsögu er litið á vísvitandi eyðileggingu menningarverðmæta sem glæp gegn þeim hópum eða þjóðum sem þau tilheyra vegna þess að með því að eyðileggja eitthvað sem er óbætanlegt og þjóðir samsvara sig við og endurspegla sig oft í er verið að höggva varanlegt skarð í sögu og jafnvel sjálfsmynd þessara hópa eða þjóða. Það er litið á það sem stríðsglæp að eyðileggja menningarverðmæti viljandi og ég veit til þess, og það bara nýlega, að einstaklingar hafa verið sóttir til saka sem stríðsglæpamenn fyrir að eyðileggja vísvitandi menningarverðmæti og þeir voru dæmdir fyrir það. Ég held að það sé úrræði sem við höfum ef einhver leggst svo lágt að eyðileggja menningarverðmæti vísvitandi.

Ég held að ég hafi svarað spurningu þingmannsins.