150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

umgengnisúrskurðir og ofbeldi gegn börnum.

355. mál
[17:49]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Mér datt í hug undir þessum dagskrárlið, munnlegum fyrirspurnum og svörum, að geta þess að við þingmenn fengum sennilega margir tölvupóst frá góðum og gegnum íslenskum þegn, konu sem heitir Mæva Marlene Urbschat og hún benti okkur á að það eru til sjóðir, t.d. í Þýskalandi, fyrir þolendur kynferðisofbeldis í æsku, þ.e. einhvers konar áreitni eða áfalla, sem ekki taka upp mál sín fyrr en á fullorðinsárum og þurfa stundum á aðstoð að halda og jafnvel einhvers konar bótum. Það er spurning sem ég ætlast ekki til að fá svar við en varpa bara fram í þennan sal, hvort það væri skoðandi að kanna stofnsetningu svipaðs sjóðs á Íslandi með það fyrir augum að hjálpa því fólki sem hefur lent í slíkum áföllum fyrr á lífsleiðinni.