150. löggjafarþing — 62. fundur,  24. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[16:46]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Í lögum um íslenskan ríkisborgararétt er að finna skilyrði þess að geta orðið borgarar þessa lands. Þetta eiga að vera ströng skilyrði og ég hafna tilhæfulausum tilslökunum í því efni. Í 6. gr. laganna er að finna ákvæði þess efnis að Alþingi geti veitt þennan rétt. Það verður áfram opið fyrir þá sem falla ekki undir ákvörðun stjórnvalds eins og í þessu tilviki er verið að rýmka verulega. Það kemur líka fram í 7. gr. laganna að undantekningin er sú að Útlendingastofnun veiti þennan rétt.

Ég segi nei við frumvarpinu.