150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[16:27]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég endaði á því að tala um að hlutastarfaleiðin gengi ekki upp af því að það er sannarlega ákall um meiri afþreyingu, afþreyingarefni og svo er það hið mikilvæga hlutverk fjölmiðla að fjalla um ástandið og miðla upplýsingum um leið. Ég get fullyrt að það er fullur vilji ríkisstjórnarinnar til að styðja við fjölmiðla, þess vegna erum við með þetta frumvarp, það kann að vera ágreiningur um útfærslu og ég ætla ekkert að fjölyrða um það. Ég held að þetta séu bara hrein og klár mistök, sem gerast þegar menn eru að flýta sér, að þetta atriði er í texta en ekki formleg fjárbeiðni eins og þarf í heimildargrein frumvarps. Það er tæknilegt. Við leysum það í þinginu. Það er fullur vilji til þess að styðja við einkarekna fjölmiðla (Forseti hringir.) og ég held að við getum í sameiningu fundið út úr því. Það er ástæða til.