150. löggjafarþing — 94. fundur,  28. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra.

731. mál
[19:03]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla bara að fara í þetta eina andsvar. Mig langar nefnilega að kalla eftir því frá hv. þingkonu, af því að hún nefndi hversu naumur tíminn væri, hvort hún kannist ekki við það að iðulega þegar þörf er á að koma hlutunum hratt í gegn þá er hægt að bretta upp ermar og klára mál, jafnvel á einum dagsparti.