150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[17:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er sannarlega ánægjulegt, og góð tilbreyting, að sjá atkvæðagreiðslutöfluna græna þegar tillaga frá stjórnarandstöðuþingmanni er lögð hér fram. Ég gleðst sannarlega yfir því, en fyrst og fremst er ég ánægð með að þarna séum við að samþykkja tillögu sem nýtist best þeim sem hafa verið lengst á atvinnuleysisbótum og þurfa að reiða sig á strípaðar atvinnuleysisbætur. Þetta dugar barnafjölskyldum í mjög erfiðri stöðu.

Ég er ánægð með þessa niðurstöðu.