150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:38]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég greiði þessu máli atkvæði með mikilli gleði. Þetta skiptir mjög miklu máli. Þetta er mannúðarmál, þetta er lýðheilsumál. Þetta er stórt skref fyrir Alþingi í átt að því að koma af virðingu fram við þá sem glíma við fíknidjöfulinn. Þetta er ekki til að fjölga fíklum, þetta er ekki til að auðvelda aðgengi eða neitt slíkt. Þetta er eingöngu til að mæta þessu fólki af virðingu og mannúð til að auka heilbrigði og öryggi.

Já, ég greiði þessu máli svo sannarlega atkvæði mitt.