150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[15:39]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég fagna þessu máli og sérstaklega á þeim forsendum að nú erum við aðeins að hugsa út fyrir boxið, hætta að refsa veiku fólki fyrir fíkn sína og líka að sjá til þess að taka út úr skúmaskotum, klósettum og öðrum ömurlegum aðstæðum þá sem eru langt leiddir og eru að sprauta sig og gefa þeim heilnæmt umhverfi til að taka á og framkvæma sína fíkn. Hreinar nálar koma í veg fyrir sýkingar og þarna er líka hægt að fylgjast með þeim ef á þarf að halda og grípa inn í ef þörf er á.

Ég fagna þessu frumvarpi.