150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[17:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég ætla mér ekki að kafa djúpt ofan í hug þeirra sem sömdu frumvarpið til að svara spurningu hv. þingmanns. Þetta var rætt í nefndinni, hvers vegna akkúrat þessi störf eru tiltekin í 3. gr. Það er ekki tæmandi ástæða sem ég get gefið hv. þingmanni fyrir því. Þó verð ég að minnast á það sem kemur á eftir því sem hv. þingmaður taldi upp, með leyfi forseta:

„… eða annarra og tilfallandi starfa svo fremi sem það mun ekki hafa áhrif á störf viðkomandi fyrir Stjórnarráð Íslands og greiðslur fyrir aukastörfin teljast innan hóflegra marka. Beiðni um undanþágu skal afgreidd innan 30 daga frá því að hún berst.“

Hér er því ekki um tæmandi lista að ræða, forseti, heldur eru þetta dæmi um störf. Tími minn er búinn. Ég verð að fá að koma inn á síðari spurninguna í næsta andsvari.