150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:12]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér erum við enn og aftur að leggja til sjálfstætt eftirlit með hagsmunaskráningu og hagsmunaárekstrum ríkisstjórnarinnar og annarra æðstu stjórnenda framkvæmdarvaldsins. Það er enn möguleiki á að koma á eftirliti og aðhaldi með réttri hagsmunaskráningu ráðherra í þessari ríkisstjórn, sem og öðrum sem á eftir koma. Það tækifæri er hér og nú. En það virðist líka ætla að renna þessari ríkisstjórn úr greipum.