150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[22:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ekki áhugaverð ræða og allir sem hlýddu á hana ættu vinsamlega að hunsa allt sem í henni var sagt því að það var bókstaflega allt rangt. Félagið fer ekki með lokaorð um neitt þarna því að þetta endar allt inni í samgönguáætlun og fjárlögum þingsins. Þegar búið er að gera áætlanir, eins og Vegagerðin gerir áætlanir og skipulög, þá endar það alltaf inni í þinginu. Það kemur mjög skýrt fram í nefndaráliti meiri hluta þannig að það sem var dylgjað hérna til að byrja með um að kjörnir fulltrúar væru að afsala sér einhverju valdi er einfaldlega ósatt, það er ekkert mikið flóknara en það. Allir sem ættu að vita eitthvað um hvernig þetta virkar ættu að vita betur en við þurftum að hlusta á þetta. (SDG: Þetta var engin spurning.)

(Forseti (HHG): Hv. þingmaður kýs að svara ekki andsvarinu.)

(SDG: Jú, ef þú ætlar að orða það svona.)

(Forseti (HHG): Þingmanninum er það frjálst. Hann er ekki neyddur til að fara í pontu ef hann vill það ekki. )