150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[20:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hlakka til að heyra það. Ég vil bæta örlitlu við hérna. Það sem ég lýsti varðandi hversu þröng skilyrðin eru, og hversu margir ná í rauninni að troða sér inn á milli þeirra, er annars vegar um skilyrðin og hins vegar um þörf því að við erum með 4.000–5.000 einstaklinga eða svo í hverjum árgangi og 410 íbúðir anna þá u.þ.b. 10% af eftirspurn eftir húsnæði á hverju ári ef það er fyrir einstaklinga og niður í u.þ.b. 5% fyrir pör. Það er á bilinu 5–10% sem þessi tegund af íbúðarhúsnæði á að dekka. Þá skoðar maður hvern árgang fyrir sig og sér hvernig tekjudreifingin er og hvernig þessi skilyrði ná í rauninni að hólfa af þá sem eru að leita að húsnæði. Að sjálfsögðu er fullt af fólki sem hefur ekki haft tækifæri til þess. Mjög margir sem eru á leigumarkaði núna hafa kannski ekki haft tækifæri til þess að safna fyrir eigin húsnæði. Því er þannig séð uppsöfnuð þörf fyrir einmitt þetta húsnæði. 410 íbúðir vinna ekki á henni miðað við þann fjölda, eða hvað?