150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[15:11]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þó svo að ég hafi verið í hópi þeirra sem brostu aðeins að þessari senu, sem ég lít svo á að standi fyllilega undir nafni sem sena, er þetta auðvitað mjög alvarlegt. Og það er dálítið sérstakt og alvarlegt að meiri hlutinn komi upp og segi fulltrúum minni hlutans hvernig þeir hefðu mátt leysa það vandamál þegar búið er að svipta þá réttinum til að tjá sig. Hefði hann ekki bara getað verið heima og rifist við útvarpið? Hefði hann ekki getað gert það? Eða hefði hann ekki bara getað farið í göngutúr og kælt sig aðeins niður fyrst hann er ekki sammála okkur? Þetta er eina verkfærið sem hann hefur og það á að taka af honum. Það er kjarni málsins og í því felst alvarleikinn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)