150. löggjafarþing — 126. fundur,  24. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[12:06]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan verður að hugsa um líftíma framkvæmdanna og hvernig þær koma út miðað við núverandi ástand til þess að það fáist raunhæf mynd af því hvort réttlætanlegt sé að ráðast í þær eða ekki. Það höfum við ekki gert. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á það að umtalsverður sparnaður felst í því að fara þessa leið og þess vegna eigum við að gera það. Varðandi það að Álaborg sé endilega lík Reykjavík og svæðunum þar í kring bara vegna þess að þar er íbúafjöldi svipaður þá efast ég um það. Ég held að þéttnin í Álaborg sé umtalsvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Hæðarlegan er önnur, Reykjavík klifrar upp í 100 m hæð yfir sjávarmáli en Álaborg er flöt, og það gerir hana öðruvísi. (Forseti hringir.) Ég held að hver og ein borg þurfi bara sína leið. Aðalatriðið er að borgirnar stefni að því (Forseti hringir.) að hætta að (Forseti hringir.) nota einkabílinn sem fyrsta val og tefli fram áætlunum um almenningssamgöngur.

(Forseti (HHG): Forseti biður hv. þingmenn að gæta að ræðutíma.)