150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[16:52]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Þór Gunnarsson fyrir andsvarið. Það eru mörg álitamálin. Margar athugasemdir hafa borist um þetta lagafrumvarp og það hefur svo sem ekki legið lengi í nefndinni frá því að Covid-19 brast á. Mig langar aðeins að nefna þetta með lyfjanefnd og störf hennar. Það komu athugasemdir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri um samráð lyfjanefndar við aðrar heilbrigðisstofnanir, hvort ekki sé þörf á að hnykkja á því í ljósi þess að við erum kannski ekki með starfandi lyfjafræðinga á öllum heilbrigðisstofnunum í landinu þó að það fari vaxandi, þ.e. að þörf sé á að hnykkja á því ákvæði í lagafrumvarpinu að lyfjanefnd skuli hafa samráð og samvinnu (Forseti hringir.) við allar opinberar heilbrigðisstofnanir.