150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

838. mál
[11:23]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við styðjum þetta mál um notendaráð sem mér finnst afar mikilvægt. En ég vil bara koma hingað upp og segja að það er jafn mikilvægt að fá laun fyrir að sitja í notendaráði fatlaðs fólks og í öðrum ráðum. Þannig að ég vil ítreka að það má gjarnan vera launað og á að vera launað.