150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

tekjuskattur.

27. mál
[01:53]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég styð framlög og hvatningu við ýmsar jákvæðar aðgerðir til að binda kolefni, eins og t.d. við skógrækt og uppgræðslu, en ég set spurningarmerki við stuðning af skattfé almennings við að fylla upp í skurði og bendi á að árangur þess er vísindalega mjög umdeilanlegur. Ýmislegt bendir jafnvel til þess að það geti beinlínis verið skaðlegt út frá sjónarmiðum um gróðurhúsalofttegundir þegar t.d. er hreyft við eldri skurðum. Um það eru mjög deildar meiningar meðal vísindamanna hver árangurinn er af þessu. Að styðja slíkt afhjúpar tvískinnunginn í þessum efnum. Sá hluti málsins sem snýr að þessu atriði lýsir því á hvaða vegferð menn eru, vegferð sýndarmennskunnar.