150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[19:50]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Mér er alveg kunnugt um að málið er á forræði fjármálaráðherra en mín nálgun var sú hvort hæstv. ráðherra myndi beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að þetta ákvæði verði framlengt. Fjölmörg fyrirtæki eru í þeirri stöðu að bíða eftir endurákvörðun Skattsins og fresturinn er einfaldlega að renna út. Það er því brýnt að við því verði brugðist og ég vona að hæstv. ráðherra sé bandamaður í þeim efnum.