151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:31]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra framsöguna. Ég vil koma aðeins inn á þessa miklu skuldaaukningu ríkissjóðs og hins opinbera og nauðsyn þess að vinna úr þessu og ná jafnvægi í opinberum rekstri. Það er lykilatriði að hér verði öflugur hagvöxtur á næstu árum, eins og komið hefur fram.

Hæstv. ráðherra. Hvað er helst í þessu frumvarpi til fjárlaga sem undirbyggir hagvöxt til framtíðar? Hvaða mælanlegu markmið eru þar á bak við? Auk þess vil ég spyrja hæstv. ráðherra um nýja spá um atvinnuleysi sem er töluvert dekkri en fyrri spár. Það mun væntanlega þýða að taka þarf lán til að standa straum af greiðslu atvinnuleysisbóta sem eru komnar í hæstu hæðir. Gangi þessi dökka spá eftir, hvaða áhrif mun það hafa á afkomu ríkissjóðs?