151. löggjafarþing — 6. fundur,  8. okt. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021.

5. mál
[12:03]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Takk fyrir svarið. Ég var kannski að tala utan af því hvort ekki væri rétt að lækka tímabundið áfengisgjald til þessara rekstraraðila, hvort það komi til greina. Hitt atriðið sem mig langaði aðeins að tæpa á, í þessu stutta andsvari, er erfðafjárskatturinn. Ég fagna því að verið sé að hækka frítekjumarkið og tengja þetta við vísitölu í framtíðinni. Ég spyr hvort það hafi verið hugleitt, í tengslum við þetta, að hverfa frá því að binda afsláttinn við dánarbúið sjálft og færa hann frekar yfir á hvern arfþega, hvern erfingja. Skatturinn er jú lagður á það sem kemur í hlut erfingjans. Eðli málsins samkvæmt er dánarbúið sjálft svolítið tilfinningalaust gagnvart skattlagningunni en erfingjarnir eru það ekki. Kom til álita að stíga það skref að miða við hvern arfþega en ekki dánarbúið sjálft?