151. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2020.

umræða um stjórnskipuleg álitaefni um viðbrögð við Covid.

[15:43]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vísar til þess sem hann áður sagði, en vill þó taka fram að hann er ekki viss um að það sé alveg rétt munað að þetta sé fyrsta sérstaka umræðan frá því að Covid-faraldurinn bankaði á dyr. Ég þykist muna rétt að a.m.k. í tvígang á útmánuðum og síðastliðið vor, ef ekki þrisvar sinnum, hafi verið annars vegar sérstakar umræður og hins vegar munnlegar skýrslur frá ráðherrum, fyrst og fremst forsætisráðherra, að vísu að verulegu leyti um efnahagsleg viðbrögð við faraldrinum. En það hafa verið sérstakar umræður skipulagðar og umsamdar um það mál.

En þessu er komið til skila og er þá gengið aftur til dagskrár.