151. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2020.

tekjufallsstyrkir.

212. mál
[14:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni erum sammála þessu máli, líkt og málinu sem við vorum að samþykkja áðan um framlengingu á lokunarstyrkjum. En við köllum jafnframt eftir plani frá ríkisstjórninni um hvað eigi að gera næst í stað þess að vera alltaf með viðbrögð sem kallað er eftir og við erum síðan beðin um að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Við þurfum að hafa plan. Það var skiljanlegt í upphafi faraldursins að bregðast þyrfti hratt við. Núna hefur ríkisstjórninni gefst tími til að setja niður plan til skemmri tíma og líka um það hvernig við ætlum að vinna okkur upp úr þessari djúpu atvinnukreppu. Við í Samfylkingunni höfum lagt fram plan sem er plan jafnaðarmanna en við auglýsum eftir plani ríkisstjórnarinnar.