151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[17:01]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég hef ekki þær upplýsingar á reiðum höndum hvernig þessu er háttað með fyrirtæki á opinberum markaði. En ég hef bara í minnisblaði frá atvinnuvegaráðuneytinu um hvernig þessu er háttað miðað við ársreikning 2018 frá þeim fyrirtækjum sem þar liggja fyrir. Þá er skipt niður eftir því hvað eru margir stjórnarmenn. Samkvæmt því uppfylla 66 félög af 394 ekki ákvæði laga um kynjahlutföll stjórnarmanna. Sambærilegar upplýsingar liggja þó ekki fyrir fyrir árið 2017 og árið 2019. Eins og fyrr segir verður að hafa í huga að stjórn félagsins verður að vera skipuð samkvæmt lögum um kynjahlutfall, um 40% hlutfallið, en 66 félög af 394 uppfylla ekki þessi skilyrði. Þó er ég ekki með þessar upplýsingar sem hv. þingmaður kallar eftir, það má kannski nálgast þær, en ég hef þær ekki.