151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[14:18]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég vil líkt og aðrir hv. þingmenn koma hingað upp og fagna því að þetta mál sé komið til afgreiðslu. Það er með þvílíkum hraða að það er aðdáunarvert að fylgjast með því. Það frumvarp sem við ræðum hér fjallar um tvö meginatriði, þar er framfærsluuppbót og svo er sérstök eingreiðsla sem við erum dálítið ánægð með að hafa náð að vinna hratt og vel. Það er einhugur innan nefndar eins og fram hefur komið og það sem skiptir kannski hvað mestu máli er að við höfum einsett okkur að sú eingreiðsla verði greidd út tímanlega fyrir jól. Nú er skammt til jóla og okkur þykir mikilvægt að fólk fái þá fjármuni sem hér um ræðir í tíma og geti sem best notið jólanna.