151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:43]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Fullsterkt til orða tekið, finnst forseta. (OH: Hvaða vitleysa er þetta? Það er verið að gera hérna grein fyrir atkvæði sínu.) Forseti stendur ekki í rökræðum við þingmenn um þetta. Hv. þingmaður getur átt orðastað við forseta síðar ef hún vill ræða þetta. Forsetar stjórna því sjálfir hvort þeir biðja þingmenn að gæta orða sinna, ef þeim finnst fulldjúpt í árinni tekið.