151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

eingreiðsla til ellilífeyrisþega.

[10:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Við höfum gert sérstakar úrbætur fyrir þennan hóp tiltölulega nýlega með breytingu sem félagsmálaráðherra kynnti fyrir þinginu. Það kom í kjölfarið á því að úttekt sem hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila framkvæmdi sýndi að það væru einstaklingar í viðkvæmri stöðu í þessum hópi, einstæðingar sérstaklega, fólk með mjög lágar lífeyristekjur eða engar, og við gætum með sérstökum úrræðum lyft sérstaklega undir með þeim hópi. (Gripið fram í.) Þetta gerðum við með lagabreytingu en við höfum ekki boðað því til viðbótar aðrar sérstakar aðgerðir.