151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um ákveðnar prósentuhækkanir á gjöldum. Við óskuðum eftir því að greiða atkvæði sér um nokkra liði þarna og það virðast hafa orðið mistök, væntanlega hjá mér, í innsendingu á þeim liðum og við greiðum núna atkvæði sér um liði 114.5.2–114.5.2.1.2.29, þar erum við á rauðu. En ég vildi koma því að varðandi lið 114.5.1.6 og 114.5.1.7, að við erum líka á rauðu þar, þó svo að um það verði greitt atkvæði í einum bunka á eftir. Við munum verða á gulu um liðinn í heild. Þannig að takið eftir: Þó að við greiðum gult um þessa tvo liði erum við samt á rauðu. [Hlátur í þingsal.]

(Forseti (SJS): Þá er þetta skýrt og við ættum að geta lokið atkvæðagreiðslunni.)