151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:24]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil hér gera grein fyrir því af hverju við köllum aftur tillögu um mikilvægan stuðning við íþróttahreyfinguna, 470 millj. kr. fjárveitingu. Það verður að skoðast í samhengi við mál sem er til afgreiðslu og umfjöllunar í hv. velferðarnefnd og er hluti af þessu máli. Við munum greiða atkvæði síðar um framlag því tengt sem er óhætt að styðja. Það snýr að launagreiðslum til íþróttahreyfingarinnar. En við köllum þetta inn til 3. umr. til að gæta samræmis við afgreiðsluna á því máli og þær mögulegu breytingar sem geta orðið á því.